Versnandi veður

Gul og appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar er nú í gildi fyrir morgundaginn og fram á laugardag vegna hvassviðris og hríðar á Vestfjörðum.

Búast má við sunnan og suðvestan 18-25 m/s á morgun og suðvestan 20-28 m/s og vindhviður yfir 40 m/s. annað kvöld og á laugardag. Einnig má búast við talsverðri snjókomu og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og ófærð víða.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að veðurútlitið um vestan- og norðanvert landið sé ekki skemmtilegt um helgina og búast má við lokunum á vegum.

Vegfarendur sem nauðsynlega þurfa að komast á milli staða eru beðnir um að breyta ferðaplönum.

DEILA