Vegaframkvæmdir fyrir rúma 34 milljarða árið 2021

Vegaframkvæmdir á Dynjandisheiði , júní 2021. Mynd: Vegagerðin.

Vegagerðin hefur sjaldan staðið fyrir jafn mörgum og viðamiklum framkvæmdum og á síðasta ári. Alls stóð hún fyrir framkvæmdum og viðhaldi á vegakerfinu fyrir rúma 34 milljarða króna en það er töluvert meira en árin á undan. Einnig var töluvert um framkvæmdir við hafnir og sjóvarnargarða.

Miklar framkvæmdir standa yfir á sunnanverðum Vestfjörðum. Unnið er að Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og um Gufudalssveit. Tímamót urðu þegar síðustu samningar náðust við landeigendur í Teigskógi  í lok árs og því ekkert til fyrirstöðu að bjóða út þennan umdeilda kafla og ljúka langri og erfiðri sögu vegagerðar á þessu svæði.

Helstu framkvæmdir Vegagerðarinnar á Vestfjörðum voru þessar:

 • Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, 1. áfangi
  • Verkið skiptist í tvo kafla. Annars vegar um 5,7 km langan kafla við Þverdalsá og hins vegar um 4,3 km langan kafla fyrir Meðalnes.
 • Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
  • Gufudalsá-Skálanes. Endurbygging og breikkun á um 6,6 km kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Kaflinn frá Gufudalsá að Melanesi verður ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður lokið.
  • Kinnarstaðir-Þórisstaðir. 2,7 km kafli yfir Þorskafjörð. 260 m löng steypt brú.
  • Djúpadalsvegur. Nýbygging Djúpadalsvegar á um 5,7 km kafla.
 • Vestfjarðavegur um Bjarnadalsá í Önundarfirði.
  • Breikkun brúa, bætt umferðaröryggi.
 • Djúpvegur um Hattardalsá
  • Nýbygging á 2,6 km vegarkafla ásamt smíði á nýrri brú á Hattardalsá.
 • Bíldudalsvegur um Botnsá í Tálknafirði.
  • Breikkun brúa, bætt umferðaröryggi.
DEILA