Úthlutanir stofnframlaga

Síðan almenna íbúðakerfinu var komið á fót árið 2016 hefur stofnframlögum verið úthlutað vegna byggingar eða kaupa á samtals 2.981 almennri íbúð sem verða staðsettar í öllum landshlutum.

Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár sem veitt eru annars vegar fyrir hönd ríkisins í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem almennar íbúðir eru staðsettar. Stofnframlög eru veitt til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði með það að markmiði að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur og kallast íbúðirnar almennar íbúðir.

Á Vestfjörðum hefur verið úthlutað til um 50 íbúða og eru 3 þeirra á Reykhólum, 4 í Vesturbyggð og Strandabyggð, 12 á Tálknafirði og 14 á Ísafirði og í Bolungarvík

DEILA