Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður í Beinni línu á Facebook-síðu sinni og VG í hádeginu í dag, 7. janúar klukkan 12:00.
Þetta er kjörið tækifæri til að spyrja ráðherra út í hvaðeina sem brennur á fólki segir í tilkynningu.
Þá á það jafnt við um núverandi málaflokka, loftslagsmálin, hvort hún sakni allra Covid-tengdu verkefnanna í heilbrigðisráðuneytinu eða annað.
Hægt er að senda spurningar á: vg@vg.is
Vinstri græn standa reglulega fyrir Beinni línu á samfélagsmiðlum til að gefa fólki tækifæri á að kynnast forystufólki hreyfingarinnar betur og spyrja þau um málefni sem brennur á því segir í tilkynningu frá VG.