Skollakoppur í Seyðisfirði og Hestfirði í Ísafjarðardjúpi

Hjá Hafrannsóknastofnun er komin út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum könnunar á ígulkeramiðum (skollakoppur/grænígull) í Seyðisfirði og Hestfirði í Ísafjarðardjúpi með ígulkeraplóg.

Um borð í leiðangrinum var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Myndefni sem safnað var af afla og öðru sem kom upp í togunum var yfirfarið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar sem greindu og skráðu meðaflategundir sem sáust á myndunum. Botnlag og setgerð voru metin þar sem slíkt var mögulegt út frá botnefni sem kom upp með veiðarfærinu og tegundasamsetningu lífvera í afla.

Könnunin fór fram á mismunandi gerðum af hörðum botni á 10 stöðvum í Seyðisfirði á 6‐8 m dýpi og sex stöðvum í Hestfirði á 7‐18 m dýpi.

Í Seyðisfirði fannst skollakoppur á öllum stöðvum en í mismiklu magni, mest utarlega í firðinum, 140‐200 kg/10 mínútna tog. Flest kerin voru álitin yfir löndunarstærð (>45 mm þvermál).

Kort sem sýnir staðsetningu tilraunatoganna (1‐10) í Seyðisfirði og Hestfirði (1‐6). Sýnd eru númer toga, lengd og
stefna. Rauður litur táknar að greinóttir kóralþörungar fundust í toginu (stöðvar: Seyðisfj. 10 og Hestfj. 4‐5).
Afli úr plógi á stöð 1 í Hestfirði.

Hlekkur á skýrsluna.

DEILA