Ný slökkvibifreið í Súðavík


Súðavíkurhreppur tók á móti nýrri slökkvibifreið síðasta mánudag.  

Bifreiðin er af gerðinni Ford 550 og er vel útbúin með stóran vatnstank og og kvoðukerfi.  

Þá er einnig til staðar Homatro klippibúnaður og reykköfunarbúnaður fyrir tvo reykkafara.  Kaupverð er 5.5 milljónir króna og var bifreiðin í eigu Brunavarna Suðurnesja.  

Um er um að ræða gríðarlega öflugt tæki sem er kærkomin viðbót við þær bjargir sem til eru í Súðavíkurhreppi og mun leysa eldri bíl af hólmi sem er kominn vel til ára sinna.

DEILA