Konur duglegri en karlar að kjósa

Kosningaþátttaka kvenna var 81,5% og karla 78,7%%. Samkvæmt bráðabirgðatölum var kosningaþátttaka breytileg eftir aldri og minni hjá þeim sem yngri eru. Minnst var kosningaþátttaka í aldurshópnum 20–24 ára (67,6%) en mest hjá kjósendum 65–69 ára (90,4%).

Kosningaþátttaka dróst saman í öllum aldurshópum í alþingiskosningunum 25. september 2021 miðað við kosningarnar sem fram fóru fjórum árum fyrr fyrir utan elstu tvo aldurshópana.

Mestur var samdrátturinn í yngsta aldurshópnum, 18-19 ára, en einnig nokkur í hópnum 30-34 ára. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fyrstu niðurstöðum um kosningarnar en ítarlegri skýrsla um þær verður birt síðar á árinu.


Alls greiddu 203.898 landsmenn atkvæði í alþingiskosningunum 2021 eða 80,1% þeirra sem voru á kjörskrá.

DEILA