Indíana Einarsdóttir, heyrnarfræðingur, hefur gengið til liðs við HTÍ og mun vera með fasta móttökutíma og þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Einnig er áætlað að Indíana heimsæki önnur útibú HVEST eftir þörfum og þá munu íbúar á Ströndum einnig njóta þjónustu á Hólmavík (auglýst sérstaklega).
Þetta eru góðar fréttir fyrir íbúa Vestfjarða sem hafa þurft að búa við óreglulegar heimsóknir eða að sækja þjónustu suður til Reykjavíkur.
Indíana er háskólamenntaður heyrnarfræðingur, sem nam fræðin í Noregi og starfaði þar um árabil. Hún hefur hlotið starfsleyfi Landlæknisembættis til að starfa sem heyrnarfræðingur á Íslandi.