Hafís 14 sjómílur frá landi

Ísröndin er um 14 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands frá í dag er hafís næst landi um 14 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi. Hafís hefur því nálgast umtalsvert á síðustu sólarhringum.

Næstu daga er útlit fyrir breytilegar áttir og því er erfitt að spá fyrir um rekstefnu hafíss.

DEILA