Gul veðurviðvörun næsta sólarhringinn

Næsta sólarhringinn er í gangi gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu.

Búast má við suðvestan 18-25 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Í tilkynningu Veðurstofu segir að um sé að ræða varasamt ferðaveður. Nú þega er þæfingsfærð víð á fjallvegum.

Ekkert ferðaveður er á Mikladal og veginum um Hálfdán og Dynjandisheiðin er lokuð frá því í morgun.

Vegfarendum er bent á að fara að öllu með gát við þessar aðstæður.

DEILA