Glansmyndir

Albúm með gormi, fullt af glansmyndum. Myndefnið er afar fjölbreytt, jólamyndir, englamyndir, álfar og blóm.

Allt frá upphafi 20. aldar og langleiðina að síðustu aldamótum var vinsælt meðal barna að safna glansmyndum.

Þær þóttu dýrmæt eign og voru gjarna látnar í möppur eða albúm sem voru vel geymd og skoðuð gætilega.

Á fyrri hluta aldarinnar var alla jafna lítið um jólagjafir. Börn fengu lengst af einungis eitt jólakerti. Þó fór nokkuð snemma að bera á glansmyndum til jólagjafa. Þær þóttu framan af fágæti, enda voru þær dýrar.

Glansmyndir voru jafnframt notaðar sem jólaskraut, ýmist einar og sér, þær límdar á kramarhús sem í var látið góðgæti eða þær notaðar til að skreyta jólakort.

Af fb.síðu Þjóðminjasafns Íslands

DEILA