Glansmyndir

Allt frá upphafi 20. aldar og langleiðina að síðustu aldamótum var vinsælt meðal barna að safna glansmyndum.

Þær þóttu dýrmæt eign og voru gjarna látnar í möppur eða albúm sem voru vel geymd og skoðuð gætilega.

Á fyrri hluta aldarinnar var alla jafna lítið um jólagjafir. Börn fengu lengst af einungis eitt jólakerti. Þó fór nokkuð snemma að bera á glansmyndum til jólagjafa. Þær þóttu framan af fágæti, enda voru þær dýrar.

Glansmyndir voru jafnframt notaðar sem jólaskraut, ýmist einar og sér, þær límdar á kramarhús sem í var látið góðgæti eða þær notaðar til að skreyta jólakort.

Af fb.síðu Þjóðminjasafns Íslands