Vetrarsólstöður á Bolafjalli

Bolafjall um sumar

Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs.

Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur.

Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.

Myndirnar sem hér fylgja með tók Guðmundur Ragnarsson uppi á Bolafjalli og á þeim má sjá sólina þegar hún er lægst á lofti á norðurhveli.

Vetrarsólstöður á Bolafjalli
Útsýnispallur á Bolafjalli
Ratsjárstöðin á Bolafjalli

DEILA