Vegan í janúar

Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar 2022 eins og endranær og er glæsileg dagskrá öll tiltæk í beinu streymi.

Dagskrá hefst á upphafsfundi mánudaginn 3. Janúar, þar munu sérfræðingar fara yfir hugmyndafræði veganisma og ávinning þess að taka upp grænkeralífsstíl fyrir umhverfi og heilsu.

Valgerður Árnadóttir formaður SGÍ verður fundarstjóri og fyrirlesarar að þessu sinni verða þau Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur, sem fer yfir hugmyndafræði veganisma og dýrasiðfræði.
Elín Sandra Skúladóttir stjórnarformaður hjá Krafti, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fjallar um heilsufarslegan ávinning grænkerafæðis.
Að lokum mun Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fjalla um umhverfisáhrif dýraafurðaiðnaðarins.

Upphafsfundinum verður streymt og hefst stundvíslega kl 20.00, það má nálgast hlekk á viðburðinum hér þegar nær dregur.

Um þetta allt má nánar fræðast á Veganúar (graenkeri.is) og facebook síðu samtakanna.

DEILA