Útflutningsverðmæti ferskar afurðir aldrei verið meiri

 Um 12% aukning hefur verið í útflutningi á ferskum afurðum á árinu og er útflutningsverðmæti þeirra komið í rúma 79 milljarða króna og hefur aldrei áður verið meira. Útflutningsverðmæti á frystum flökum hefur svo aukist um rúm 3% á milli ára og á lýsi um 2%.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,2 milljörðum króna í nóvember samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í gærmorgun. Það er umtalsverð aukning frá nóvember í fyrra, eða sem nemur um 25% í krónum talið. Aukningin er nokkuð meiri í erlendri mynt, eða rúm 32%, enda var gengi krónunnar að jafnaði 6% sterkara nú í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Á þann kvarða hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða í nóvembermánuði ekki verið meira undanfarinn áratug.

DEILA