Stúfur kom í nótt

Stúfur karlinn kom til byggða í nótt en hann er minnstur jólasveinanna.

Hann er enn fremur sá eini af jólasveinunum þrettán sem ber nafn sem þekktist sem karlmannsnafn þó það hafi reyndar aldrei náð miklum vinsældum.

En þó Stúfur sé minnstur jólasveinanna þýðir það ekki endilega að hann teljist mjög lítill miðað við okkur mannfólkið því jólasveinarnir eru jú af tröllakyni.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands liggur ekki fyrir hvort Stúfur fæddist smærri en hinir synir Grýlu né hver fæðingarþyngd hans var miðað við tröllakynið almennt.

Þegar hins vegar litið er til mannkynsins eru léttburar tiltölulega sjaldséðir á Íslandi en 4,3% lifandi fæddra barna vógu undir 2.500 grömmum (tíu mörkum) við fæðingu árið 2019 sem er fjórða lægsta hlutfallið í þeim ríkjum Evrópu sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, hefur gögn um.

DEILA