Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi

Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur gefið út bókina Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi.

Félagsmál, kjarabarátta, menntamál og breyttir atvinnuhættir eru hryggjastykkið í sögu allra stétta og  öllum þessum þáttum eru gerð góð skil í bókinni. 

Bókin er prentuð í fáum eintökum, aðallega fyrir bókasöfn og til gjafa. Bókin sjálf er sett upp sem rafbók og verður aðgengileg öllum sem hafa áhuga á að lesa hana í tölvutæku formi á netinu.

Það er mjög ánægjulegur áfangi að félagið sé að koma þessari sögu frá og það er metnaður stjórnar VM að halda áfram að sinna því að skila sögu starfsgreina okkar til komandi kynslóða, svo sagan gleymist ekki.

DEILA