Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum í ljósi óvissu um þróun faraldursins, ekki síst vegna tilkomu Ómíkron-afbrigðis kórónaveirunnar.

Samtals eru nú 27 í einangrun á Vestfjörðum og 64 í sóttkví og eru flestir í einangrun á sunnanverðum Vestfjörðum.

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa sett inn á heimasíðu sína upplýsingar og tilmæli er varðar aðgerðir vegna smita sem hafa greinst í samfélaginu þar.

DEILA