Núpskirkja í Dýrafirði

 Kirkjan, sem nú stendur, var byggð úr steinsteypu á árunum 1938-1939 og vígð 17. September 1939. 

Embætti húsameistara ríkisins sá um teikningu hennar en allar innréttingar eru gerðar eftir teikningu og fyrirsögn séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi, en útskorin tákn og letur á prédikunarstól, grátum og kirkjubekkjum, gerði Guðmundur Jónsson myndskeri frá Mosdal í Önundarfirði.  Gréta og Jón Björnsson máluðu og myndskreyttu kirkjuna.

Meðal merkra muna kirkjunnar er kaleikur og patina frá 1774, skírnarskál úr tini og skírnarsár, sem Ríkharður Jónsson skar út. 

Séra Sigtryggur Guðlaugsson stofnaði unglingaskóla að Núpi snemma á 20. öld og kom upp skrúðgarðinum Skrúði, þar sem stendur stytta af honum og frú Hjaltlínu Guðjónsdóttur, konu hans.

DEILA