Magnús Þór ráðinn verkefnastjóri nýsköpunar og fjárfestinga hjá Vestfjarðastofu

Magnús Þór Bjarnason

Magnús Þór Bjarnason hefur verið ráðinn verkefnastjóri nýsköpunar og fjárfestinga hjá Vestfjarðastofu.

Magnús hefur Meistarapróf í alþjóðaviðskiputm frá Graduate Business School í Gautaborg, BSc gráðu í viðskiptafræði af markaðs- og stjórnunarsviði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið 10 einingum í stjórnmálafræði frá Háskóla Ísland. Hann hefur umfangsmikla reynslu af verkefnastjórnun, rekstri, umsóknagerð og gerð viðskiptaáætlana, m.a. við framkvæmd ýmissa sérverkefna. Má þar nefna verkefni tengd sjávartengdri nýsköpun og sjálfbærri nýtingu vannýttra náttúruauðlinda.

Magnús hefur störf hjá Vestfjarðastofu í dag 1. desember. Magnús er kærkomin viðbót í öflugt teymi starfsmanna Vestfjarðastofu og mun halda utan um verkefni sem tengjast nýsköpun og fjárfestingum á Vestfjörðum.

DEILA