Landsmenn syntu 11,61 hringi í kringum Ísland

Sundlaugin á Suðureyri

Syndum, landsátak Íþrótta og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (SSÍ) í sundi hófst með formlegum hætti 1. nóvember í Laugardalslaug og lauk sunnudaginn 28. nóvember.

Verkefnið var hluti af Íþróttaviku Evrópu sem er verkefni sem styrkt er af Erasmus+, styrkjakerfi Evrópusambandsins.

Markmiðið með Syndum var að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland. Landsmenn skráðu sig til leiks og skráðu metrana sem þeir syntu á heimasíðu átaksins, www.syndum.is.  Átakinu var vel tekið á landsvísu og samanlagt syntu 2.576 manns 15.354,9 km sem gera 11,61 hring í kringum landið! Þátttakendur gátu bæði skráð þátttöku sína á vefnum en einnig önnuðust sundlaugar landsins skráningu í átakinu á hverjum stað fyrir sig.

Almenn ánægja var meðal þátttakenda með átakið og virðast margir hafa nýtt sér það sem hvatningu til að synda oftar og lengra og einnig til að bæta sundtækni sína.

Á  heimasíðu Syndum, www.syndum.is, eru allar nánari upplýsingar um verkefnið auk ýmiss  annars fróðleiks og upplýsinga um sundlaugar landsins.

DEILA