Allt úr heimabyggð- Dokkan með jólamarkað

Laugardaginn 18. des. milli kl. 14 og 17 verður markaður í Dokkunni brugghús, Sindragötu 14, Ísafirði.
Þetta er í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn og hefur aðsókn verið mjög góð.

Mikil ánægja hefur verið hjá framleiðendum og gestum með þetta framtak.

Þar sem jólin eru á næsta leiti var ákveði að gefa fólki kost á að versla jólagjafir og í jólamatinn af framleiðendum á
svæðinu.

Dokkan brugghús mun bjóða upp á heitt kakó og annað góðgæti sem tilheyrir jólunum.

Allir þurfa að huga að sóttvörnum og auðvitað er grímuskylda.

Þeir sem verða á laugardaginn eru:

Kertahúsið
Ívaf
Litlabýli       
Brjánslækur   
Saltverk        
Nína  
Borgný 
Marsibil       
Sæbjörg
Samúel Einarsson       
Helga Hausner  
Ragnheiður Önnudóttir  
Auður Höskuldsdóttir   
Litla Sif      
Dagný her Vera design

DEILA