Aðventukvöld í Hólskirkju

Aðventukvöld Kirkjukórs Bolungarvíkur verður haldið annan sunnudag í aðventu þann 5. desember 2021 kl. 17:00 í Hólskirkju í Bolungarvík.

Fermingarbörn bera ljós í bæinn og Hallgrímur Kristjánsson flytur hugvekju. Kirkjukórinn syngur jólalög undir stjórn Guðrúnar B. Magnúsdóttur organista.

Vegna sóttvarna er óskað eftir framvísun á gildu hraðprófi. Hraðpróf þarf að bóka á vefnum Heilsuvera.is og mega væntanlegir gestir mæta í sýnatöku milli kl. 11-12 laugardaginn 4. desember í matsal Heilbrigðisstofunar Vestfjarða á Ísafirði. Allir mega mæta á þessum tíma þrátt fyrir að fá uthlutað öðrum tíma gegnum vefinn Heilsuvera.is.

Aðventukvöldið í ár er 55. aðventukvöld Kirkjukórs Bolungarvíkur en aðventukvöldið í fyrra féll niður vegna farsóttarinnar.

DEILA