32 söfn fá styrk úr safnasjóði

Alls fá 32 söfn styrkveitingu úr safnasjóði í auka úthlutun sjóðsins í ár að heildarupphæð 17.390.000 kr. Tuttugu og þrjú verkefni fá styrk til stafrænna kynningarmála og 35 styrkir fara til símenntunarverkefnasafna og starfsmanna þeirra.

58 umsóknir fá styrki að þessu sinni, að upphæð 250-300 þúsund fyrir hvert verkefni. Styrkjum til stafrænna kynningarmála er ætlað að efla stafræna kynningu starfanna, efla söfnin sem viðkomustaði fyrir gesti með framsetningu á samfélagsmiðlum og á vefsíðum. Tilgangur styrkja til símenntunar er að styrkja faglegt starf safnanna. 

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum, en viðurkennd söfn, önnur en söfn í eigu ríkisins, geta sótt um rekstrarstyrki til að efla starfsemi sína og  öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. 

Menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.

Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um hvaða söfn á Vestfjörðum fá styrk að þessu sinni.

DEILA