Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð framlengdur

Frestur til að sækja um verkefnisstyrki í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða hefur verið framlengdur til miðnættis sunnudaginn 7. nóvember.

Þessi úthlutun er vegna verkefna sem eiga að gerast árið 2022. Hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna eða atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna.

Sjóðurinn styrkir allt að 50% af heildarkostnaði þeirra verkefna sem hljóta styrkvilyrði. 

Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs eru kosin er á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

Fagráð menningar og nýsköpunar velja hvaða verkefni skulu hljóta styrk en úthlutunarnefnd ákvarðar styrkupphæðir. Áherslur úthlutana eru auglýstar árlega og byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Árlega er úthlutað um 50 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.  

DEILA