Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda í sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.

Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði í afgreiðslu þess og á lestrarsal.

Til að auðvelda landsmönnum öllum aðgang að heimildum í vörslu safnsins birtir Þjóðskjalasafn hluta þeirra á vef safnsins undir samheitinu „Stafrænar heimildir“.

Þar á meðal er manntalsvefur með þrettán manntölum, jarðavefur um tilteknar heimildir tengdum rannsóknum vegna þjóðlendumála, dómabókagrunnur sem auðveldar til muna leit að upplýsingum í dómabókum og fleira.

Markmið safnsins miðast við lögbundið hlutverk þess og falla undir þrjú meginsvið:

  1. Skjalavörslu (varðveislu og forvörslu).
  2. Aðgengi, þjónustu og rannsóknir.
  3. Fræðslu og miðlun.
DEILA