Tæplega sjöfalt fleiri gistinætur en í fyrra

Hótel Horn Ísafirði.

Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í október 2021 nærri sjöfölduðust samanborið við október árið á undan. Þar af rúmlega nífölduðust þær á hótelum og fjórfölduðust á gistiheimilum og öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús o.s.frv.).

Í samanburði við október 2019 hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 16%. Þar af nemur fækkunin um 13% á hótelum, 34% á gistiheimilum og 11% á öðrum tegundum gististaða.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 551.000 í október en þær voru um 84.000 í sama mánuði árið áður. Íslenskar gistinætur voru um 27% gistinátta eða um 146.000 en voru 50.000 í fyrra. Um 73% gistinátta voru erlendar eða um 405.000 en voru 34.000 fyrir ári síðan. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 424.000 (þar af 360.300 á hótelum) og um 127.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús o.s.frv.).

DEILA