Styrkir til umhverfismála

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefnasvið þess. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkisstofnana og er heildarfjárhæð til úthlutunar allt að  56 m.kr. en hver einstakur styrkur getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur 10% af heildarstyrkfjárhæð hvers árs.

Ráðuneytið veitir eingöngu styrki til verkefna sem sannanlega falla undir verkefnasvið þess og áskilur sér rétt til að áframsenda umsóknir til annarra ráðuneyta eða stofnana, í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnvalda, falli verkefni betur að málaflokkum þeirra. Athygli er vakin á að ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hafa fjárhagslegan ávinning að markmiði fyrir umsækjanda, fyrir meistaraprófs- og doktorsverkefni eða fyrir nefndarsetu.

Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina.
Upplýsingar um mat á umsóknum er að finna í 6. gr. úthlutunarreglna um styrkina.

DEILA