Neyðarkallin kemur

Dagana 4. til 7. nóvember munu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar selja Neyðarkallinn um land allt.

Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunarmaður, sem er vel við hæfi þar sem nýverið var skrifað undir samning um endurnýjun á björgunarskipum félagsins.

Salan á Neyðarkallinum er ein stærsta fjáröflun björgunarsveitanna á landinu og því gríðarlega mikilvæg.

Á Vestfjörðum munu félagar í björgunarsveitunum ganga í hús og í sumum tilfellum vera við verslanir næstu daga og bjóða neyðarkallinn til sölu. Þannig gefst fólki tækifæri á að styrkja mikilvægt hlutverk björgunarsveitanna.

DEILA