Íslenski fáninn dreginn að húni á Freyju í fyrsta sinn

Einar H. Valsson, skipherra, dró íslenska fánann að húni á varðskipinu Freyju í fyrsta sinn í gær að viðstaddri áhöfn skipsins.

Í kjölfarið dró Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, stafnfánann upp. Þá var bráðabirgðamerkingu komið upp með nafni skipsins þar sem ekki tókst að koma varanlegu merkingunum til Rotterdam í tæka tíð. 

Áhöfn skipsins leggur af stað til Íslands frá Rotterdam í dag og er gert ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið til Siglufjarðar á öðrum tímanum á laugardag.

Image00027_1635793809667

Íslenski fáninn kominn upp á varðskipinu Freyju.

Image00011_1635793809653

Einar H. Valsson, skipherra, heilsar íslenska fánanum.

DEILA