Hertar aðgerðir – Þrí­eykið snýr aftur

167 greindust innanlands með Covid-19 í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Sextán eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru sautján í gær. Fimm eru á gjörgæslu.

Á Vestfjörðum eru nú 8 í einangrun og 25 í sóttkví.

Hertar aðgerðir felast í því að nú verður skylt að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr. 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. 

Í tilkynningu segir að ástæðan sé líklega öllum ljós, staða COVID-19 á Íslandi.

„Á fundinum fer Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Með Þórólfi á fundinum verða þau Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna,“ segir í tilkynningunni.

DEILA