Gallerí Úthverfa tekur við umsóknum frá listamönnum

Gallerí Úthverfa tekur við umsóknum frá listamönnum um tillögur að sýningum eða viðburðum fyrir 2022-23.

Umsóknir skulu berast fyrir miðnætti 30. nóvember n.k. á netfangið galleryoutvert@gmail.com, merktar UMSÓKN 2022. Fyrirspurnir berist á sama netfang. Öllum umsóknum verður svarað í síðasta lagi 10. desember n.k.

Gallerí Úthverfa sér um utanumhald sýningar, veitingar á opnun og auglýsir sýninguna á helstu miðlum. Viðkomandi listamanni er séð fyrir gistingu um opnunarhelgina og dagana fyrir þegar sýningin er sett upp

Gallerí Úthverfa er listamannarekið rými, staðsett í húsnæði gamla Slunkaríkis, Aðalstræti 22 á Ísafirði. Slunkaríki var kennt við Sólon Guðmundsson sem byggði sér hús á Ísafirði fyrir um einni öld síðan og var húsið úthverft, enda taldi Sólon að veggfóður væri fallegra en bárujárn og því ætti veggfóðrið að vera sýnilegt sem flestum. Heiti nýja gallerísins vísar í húsagerð Sólons en einnig það, að sýningarnar munu flestar miðast við að hægt sé að skoða þær um stóran glugga rýmisins sem blasir við vegfarendum um Aðalstrætið og þar af leiðandi má halda því fram að sýningarnar verði á úthvefunni.

DEILA