Fyrsta verkefni Freyju gekk vel

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöld. Þetta fyrsta verkefni varðskipsins og gekk afar vel og voru skipin komin til hafnar fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.

Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju sem dró skipið til Akureyrar.

Freyja er mjög vel búin dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog en dráttargeta skipsins er til að mynda um tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs.

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir undirbúning verkefnisins og þegar skipin sigldu af stað.

https://youtu.be/FOT9XYNhctE

DEILA