Fjölgun smitaðra aldrei meiri

Alls voru 206 einstaklingar greindir með Covid-19 á landinu í gær. Hafa aldrei fleiri greinst með veiruna á einum degi frá upphafi faraldursins fyrir tæpum tveimur árum. Tæpur helmingur þeirra sem greindust höfðu verið í sóttkví fyrir greiningu.

Töluverð fjölgun hefur orðið á Vestfjörðum og eru nú 22 í einangrun og 91 í sóttkví.

Skrifstofur Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði verða lokaðar þriðjudaginn 16. nóvember vegna Covid-19 smitrakningar og í Bolungarvík hefur komið upp smit í grunnskólanum og fjöldi nemenda og starfsmanna komnir í sóttkví. Þar verður reynt að halda skólastarfi gangandi hjá yngsta og miðstigi skólans en önnur þjónusta verður skert í dag og á morgun.

DEILA