Efri árin – upplýsingar á einum stað

Heilbrigðisráðuneytið vekur athygli á margvíslegum upplýsingum, m.a. um heilbrigðisþjónustu og þjónustu við fólk á efri árum á vefnum Island.is.

Þar eru aðgengilegar á einum stað upplýsingar um þjónustu ríkis og sveitarfélaga, s.s. um heimaþjónustu, heimahjúkrun, þjónustuíbúðir, félagsmiðstöðvar, hjúkrunarrými og fleira og leiðbeiningar um hvernig sótt er um þjónustu.

Einnig er þar að finna upplýsingar um hvernig fá má skráningarlás á kennitölu í því skyni að ekki sé unnt að skrá ökutæki á viðkomandi kennitölu,  endurnýjun ökuskírteinis,  ráðgjöf og aðstoð frá ýmsum aðilum á sviði neytendamála, skilyrði fyrir dreifingu á ösku utan kirkjugarðs og margt annað sem áhugavert er.

DEILA