Breyt­ingar á meðferð úrgangs í Vest­ur­byggð og Tálknafirði

Sigurður Óskarsson Kubbur ehf, Rebekka Hilmarsdóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ólafur Þór Ólafsson Sveitarstjóri Tálknafjarðar

Nú á haustdögum var skrifað undir samning við Kubb ehf til næstu fjögurra ára, með heimild til framlengingar, þar sem fyrirtækið tekur að sér þjónustu við sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum í söfnun og flutningi sorps.

Gjaldtaka mun taka breytingum frá og með þeim tíma er fasteignargjöld fyrir árið 2022 munu koma til greiðslu þann 1. febrúar 2022, en frá þeim tíma munu klippikort falla úr gildi og í stað þeirra munu þeir sem þurfa að losna við sorp á móttökusvæðum greiða fyrir þá losun á staðnum.

Ekki verður þó greitt fyrir endurvinnanlegt efni, svo sem pappa. Með þessu jafnast munur á milli þeirra sem búa til lítið sorp á móti þeim sem búa til meira sorp, þannig að þeir greiða meira sem menga meira í samræmingu við innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Byrjað verður að útdeila 120 lítra tunnum til íbúa 1. desember nk. og hefst þar með söfnun á lífrænum úrgangi. Með þessari aðgerð verður hafist handa við að moltugera lífrænan úrgang. Jafnframt munu svokölluð innstingihólf verða sett í endurvinnslutunnur við heimili í fljótlega í desember, en í þær tunnur verður þá hægt að setja plast, niðursuðudósir ásamt krukkulokum í tunnur, til viðbótar við þá flokka sem nú þegar er hægt að setja í endurvinnslutunnur.

Nú þegar er nýr sorpbíll komið á svæðið sem er tvískiptur og getur því safnað tveimur úrgangsflokkum í sömu ferð. 

DEILA