Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum

Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019.

Alls störfuðu 6.777 í leikskólum og þar af voru 1.628 leikskólakennarar eða 25,7% starfsfólks.

 Alls höfðu 1.227 starfsmenn við uppeldi og menntun leikskólabarna lokið annarri uppeldismenntun, s.s. grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi.

Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum.

DEILA