Tálknafjarðarhreppur heldur íbúafund um sameiningarmál

Tálknafjarðarhreppur vinnur í samstarfi við RR ráðgjöf ehf. að greiningu sameiningarvalkosta. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti. Vegna þessa verkefnis er boðað til íbúafundur þriðjudaginn 19. október 2021 kl. 17:00 í Tálknafjarðarskóla. Á fundinum verður kynning á verkefninu og leitað sjónarmiða íbúa.

Spurt verður hvort Tálknafjarðarhreppur eigi að hefja sameiningarviðræður? Ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi? Að lokum hver ættu að vera áhersluatriði Tálknafjarðarhrepps í viðræðum?

Gestur fundarins verður Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps og núverandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Mun hann segja frá reynslu Djúpavogshrepps af því að vinna samfélag og atvinnulíf út úr efnahagsáföllum og þeirra þátttöku í sameiningarviðræðum.

Fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Tálknafjarðarhrepps.

Á fundinum verður notað rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

DEILA