Prestum fækkar á Vestfjörðum

Hólskirkja í Bolungarvík

Fyrir kirkjuþingi, sem hefst á laugardaginn og lýkur um miðja næstu viku, liggja fyrir tillögur um að fækka prestum á landsbyggðinni um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma er lagt til að stöðugildum verði fjölgað í eystra Reykjavíkurprófastsdæmi og Kjalarnesprófastsdæmi og dregið nokkuð úr sérþjónustu presta.

Í Vestfjarðaprófastsdæmi eru uppi áform um að fækka um 2 stöðugildi í en tillögurnar eru þessar:

a. Breiðafjarðar- og Strandaprestakall, sóknarprestur. Ath. hvort Dalaprestakall hafi skyldur við prestakallið ásamt stoðþjónustu farprests. (Spurning um prófastsdæmi?) (Fækkun um eitt stöðugildi sem ekki er setið.)
b. Patreksfjarðarprestakall, sóknarprestur og 0,5 prestur. Óbreytt. Ath. með djákna í fullu starfi í stað 0,5 prests?
c. Ísafjarðarprestakall, sóknarprestur og tveir prestar, einn þeirra með prófastsskyldur. (Fækkun um eitt stöðugildi)

Alls: Þrír sóknarprestar og 2,5 prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 5,5 sem er fækkun um 2 (ef Reykhólaembættið er talið með í fækkuninni).

Tillögur þessar eru lagðar fram til að bregðast við hallarekstri kirkjunnar og breytingum á búsetu landsmanna. Er talið að miðað við tekjur kirkjunnar verði unnt að halda úti 135 stöðugildum presta á landinu en þau eru í dag um 145. Einnig á að ná fram hagræði með sameiningu prestakalla. Loks er lagt til að ráðningarbann sem aukakirkjuþing samþykkti fyrr á þessu ári og átti að gilda fram í nóvember verði framlengt til áramóta.

DEILA