ILMREYR er ný bók eftir Ólínu Þorvarðardóttur

Út er komin hjá Vöku-Helgafell bókin Ilmreyr eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.

Bókin er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til formæðra og -feðra sem háðu sitt lífsstríð við úthafsölduna vestur á fjörðum og áttu líka glímutök við brimöldur hjartans – þær sömu og fylgt hafa mannkyninu frá upphafi vega og gera enn.

í bókinni er vefast sjálfsævisöguleg efnistök saman við sagnfræði, þjóðfræði, skáldskap og skemmtun. Hér segir frá samskiptum og samspili kynja og kynslóða, ástum, bernskubrekum, hversdagslífi, ævintýrum og mögnuðum örlögum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Ilmreyr er áttunda bók hennar en bókin Lífsgrös og leyndir dómar var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019.

DEILA