Hafrannsóknarstofnun hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem stofnunin leggur mat á fimm þætti er varða viðkvæm botnvistkerfi.
Þessir fimm þættir eru:
- Geri úttekt og skiliskýrslu um hvaða tegundir á íslensku hafsvæði teljist einkennistegundir
viðkvæmra vistkerfa við Ísland. - Skilgreina fyrir hverja tegund eða hópa sem telja má einkennistegundir fyrir viðkvæm
vistkerfi, hvenær þéttleiki þeirra teljist það mikill að svæði teljist vera viðkvæmt vistkerfi. - Framkvæmi greiningu á því hvort einhver þeirra svæða sem hafa verið lokuð í lengri tíma
uppfylli skilyrði um að teljast til viðkvæmra botnvistkerfa. - Komi með tillögu að skilgreiningu á því hvað telja megi sem umtalsverð neikvæð áhrif
botnveiðarfæra á viðkvæm botnvistkerfi. Í þessu sambandi þarf að meta áhrif ólíkra
veiðarfæra á mismunandi viðkvæm botnvistkerfi. - Skilgreini botnveiðisvæði þar sem veiðar hafa verið stundaðar undanfarin 20 ár (eða
annað árabil ef slíkt lýsir veiðum undanfarinna áratuga betur), með botnveiðarfærum
(botnvörpur, dragnót, net, lína, plógur).
Í skýrslunni er meðal annars að finna yfirlit yfir stöðu þekkingar á útbreiðslu og þéttleika tegunda, yfirlit yfir skilgreiningar eða hópa sem telja má sem einkennistegundir fyrir viðkvæm vistkerfi og greiningu á því hvort einhver þeirra svæða sem hafa verið lokuð í lengri tíma uppfylli skilyrði um að teljast til viðkvæmra botnvistkerfa.