Gætu fengið sekt vegna jafnlaunavottunar

Bolungarvík, Strandabyggð og Reykhólahreppur eru á meðal 16 sveitarfélaga sem ekki hafa fengið jafnlaunavottun og eiga á hættu að verða beitt dagsektum um áramót.

Hafa þau trassað að klára ferlið sem þau áttu að ljúka fyrir tveimur árum síðan. Bæði Jafnréttisstofa og forsætisráðuneytið hafa þrýst á Samband íslenskra sveitarfélaga að ljúka málinu, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Þar er rætt við Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sem er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Hún segir að Jafnréttisstofa hafi heimildir til þess að beita dagsektum og muni gera það ef ekkert gangi. Hún segir jafnframt að Jafnréttisstofa sé meðvituðu um að gæta þurfi meðalhófs þegar komið að íþyngjandi ákvörðunum og að um áramótin verði staðan skoðuð alvarlega með tilliti til hvort dagsektarheimildinni verði beitt.

Hafa beri í huga að ekki öll sveitarfélög falli undir löggjöfina, aðeins þau sem hafi 25 starfsmenn eða fleiri. Eru því þau 18 fámennustu undanþegin.

DEILA