Hópsmit á Ísafirði

Ísafjörður

Það sem af er viku hafa fimm greinst í hópsmiti sem tengist skemmtanahaldi á Ísafirði síðustu helgi (20.–22. ágúst).

Umdæmislæknir sóttvarna biður fólk sem fór á skemmtistaði og samkomur í heimahúsum á Ísafirði að bóka sýnatöku í síma 450-4500 verði minnstu einkenna vart.

Áfram er hvatt til þess að stunda persónulegar sóttvarnir, takmarka umgang við annað fólk og nota grímur og spritt.

Nú eru 11 í einangrun á Vestfjörðum og 8 í sóttkví.

DEILA