Fjölgar í einangrun og sóttkví

Veruleg fjölgun er á Vestfjörðum á þeim sem eru í einangrun og sóttkví.

Þannig eru nú 23 í einangrun og 154 í sóttkví samkvæmt uppfærðum tölum dagsins.

Þá var grein frá því að í gær að alls hefðu fjórir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greinst smitaðir og að beðið væri niðurstöðu úr fjölmörgum sýnum sem tekin hefðu verið.

Einnig hefur verið greint frá því að tveir starfsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar hafi greinst með veiruna.

DEILA