Umframafli í maí

Frá Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ef skoðað er yfirlit yfir strandveiðar í maí mánuði má sjá að umframafli var samtals 32.606 kg á tímabilinu. Alls lönduðu 319 skip yfir 100 kílóum eða meira. Mestur umframafli var á svæði A, alls 22.636 kg. og var mestum umframafla landað á Patreksfirði 6.851 kg.

Þann 11. júní höfðu verið gefin út leyfi til strandveiða fyrir 641 bát og var landaður afli strandveiðibáta þann dag samtals 4.024.334 kg, sem er 35,42% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg af slægðum afla. í þorskígildum talið, í hverri veiðiferð.

Í fimmtu viku strandveiða 31. maí – 4. júní lönduðu 185 skip yfir leyfilegt magn, samtals 6.524 kg og nálgast umframafli nú 40 tonn.

DEILA