Friðlýst svæði á Vestfjörðum

Friðlýst svæði á Íslandi eru rúmlega 100 talsins. Með friðun tryggður réttur okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila.

Breiðafjörður, Flatey og Hrísey. Þannig heyrir verndarsvæði Breiðafjarðar til Vesturlands og Vestfjarða, en svæðið er verndað með lögum um vernd Breiðafjarðar. Sérstök nefnd, Breiðafjarðarnefnd, er umhverfisráðherra til ráðgjafar um vernd svæðisins. Hrísey var friðlýst árið 1977. Grösug eyja úti fyrir Reykhólasveit. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl til 15. júlí. Austurhluti Flateyjar var friðlýstur 1975 vegna fuglaverndunar og er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl til 15. ágúst.

Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda fossastigann í ánni sem hefur orðið til vegna lagskiptingar bergsins í hraunlög og lausari millilög. Einnig að auðvelda almenningi umgengni og kynni af náttúru svæðisins.

Friðlandið á Hornströndum er staðsett nyrst á Vestfjörðum. Hið friðaða svæði er allt norðan Jökulfjarða, úr Hrafnfjarðarbotni og yfir í Furufjörð. Stærð svæðisins er um 600 ferkílómetrar.

Látrabjarg. Þann 2. mars 2021 undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, friðlýsingu Látrabjargs í Vesturbyggð.

Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tilgangur friðlýsingar er að vernda steingerðar leifar gróðurs frá tertíer sem er að finna í millilögum, einkum surtarbrandi og leirlögum.

Vatnsfjörður var friðlýstur sem friðland árið 1975. Tilgangur friðlýsingar er að vernda náttúru á þann hátt að fólki gefist kostur á að njóta hennar. Friðlandið er alls um 20.000 ha. Um fjórir fimmtu hlutar þess eru grýtt og gróðurlítið hálendi en láglendið er að mestu kjarri vaxið.

DEILA