Strandveiðar í Vesturbyggð fóru vel af stað í gær

Smábátar í höfninni á Vatneyrinni á Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Strandveiðar gengu vel frá Patreksfirði fyrsta daginn í strandveiðum á þessu ári segir Hjörtur Jónsson hafnarvörður.

Tæpleg 20 bátar hófu veiðar og voru þeir fyrstu komnir að landi um kl. 9 og voru þá búnir að fá sinn skammt.

Afli bátanna var allt upp í 800-900 kg og þar sem hluti aflans var ufsi var ekki um umframafla að ræða.

Undir mánaðamótin má búast við því að bátum fjölgi töluvert þegar aðkomumenn fara að láta sjá sig en þeir eru oft margir á Patreksfirði þegar líða tekur á sumarið.

Frá Bíldudal fóru fjórir bátar á sjó og gekk vel. Væntanlega verða það 10 eða 11 bátar sem verða á strandveiðum á þar í sumar.

DEILA