Mælaborð Byggðastofnunar hefur verið uppfært

Á heimasíðu Byggðastofnunar er mælaborð með ýmsum byggðatengdum upplýsingum. Í fyrra kom út gagnatorg um íbúa sveitarfélaga og landshluta og fyrir jól bættist við kortamælaborð um húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Nú hafa þrjú gagnvirk mælaborð til viðbótar verið birt um eftirfarandi efni. Gögn Hagstofunnar um íbúafjölda byggðakjarna og sveitarfélaga þann 1. janúar 2021 hafa nú vrið sett inn í mælborðið.. Íbúar á Íslandi eru 368.792 og búa 95% þeirra í byggðakjörnum en 5% í dreifbýli.

Í mælaborðinu má sjá íbúaþróun einstakra sveitarfélaga og aldussamseningu íbúanna og margt annað.

Meðal gagna sem birta á mælaborði eru atvinnutekjur svæða, orkukostnaður heimila, fasteignagjöld og ríkisstörf um land allt.

1)      Sveitarfélagaskipan aftur til ársins 1875Kort þar sem sveitarfélagaskipan á Íslandi teiknast upp fyrir valið tímabil eða ár og sveitarfélög sem taka breytingum (sameiningar eða uppskiptingar) eru aðgreind með litum. Upplýsingar um heiti og sveitarfélaganúmer auk skýringa á breytingum birtast þegar músarbendill er færður yfir sveitarfélögin á kortinu.

Sveitarfélagaskipan

2)     Íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna. Mælaborðið gefur fljótlegt yfirlit yfir íbúafjölda landshluta, sveitarfélaga og byggðakjarna 1. janúar aftur til ársins 2001. Á kortinu ræðst stærð hringjanna sem tákna byggðakjarna landsins af íbúafjölda þeirra og sveitarfélög eru lituð þannig að þau fjölmennustu hafa dekkstan lit en fámenn sveitarfélög eru ljósari. Þegar bendill er færður yfir viðkomandi svæði birtast upplýsingar um fjölda, kyn og aldur íbúa sveitarfélagsins eða byggðakjarnans. Ef smellt er á ákveðinn landshluta í töflu teiknast kortið upp miðað við hann.

Íbúafjöldi sveitarfélaga og byggðakjarna

 3)      Breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga og landshluta. Kort sem sýnir hlutfallslega fækkun eða fjölgun íbúa sveitarfélaga eða landshluta. Á kortinu litast svæði græn ef íbúum fjölgaði á völdu tímabili en rauð ef þeim fækkaði. Jafnframt birtast ítarlegri upplýsingar og sundurliðun breytinga þegar bendill er færður yfir svæði, meðal annars fæddir umfram dána og flutningsjöfnuður (aðfluttir umfram brottflutta).

Breyting á íbúafjölda sveitarfélaga og landshluta

Mælaborðasíðan er aðgengileg gegnum „Mælaborð“ takkann á forsíðu vefs Byggðastofnunar og í flipanum „Útgefið efni“.

DEILA