Straumnes ÍS 240

 Straumnes ÍS 240 var smíðaður árið 1959 í A-Þýskalandi fyrir Kögur h/f á Ísafirði. Hann var 94 brl. að stærð og smíðaður í Brandenburgskipasmíðastöðinni.

Straumnes ÍS 240 kom til heimahafnar á Ísafirði um jólin 1959 og hafði samflot með Mími ÍS 30 frá Hnífsdal sem var samskonar bátur smíðaður á sama stað.

Sumarið 1976 var Straumnesið selt til Þorlákshafnar þar sem það fékk nafnið Jón Sturlaugsson ÁR 7. Eigandi Guðni Sturlaugsson. Í desember 1977 kaupir Þór h/f á Eskisfirði bátinn og nefnir Vött SU 37, síðar SU 3.

Haustið 1980 kaupir Hermann B. Haraldsson á Djúpavogo bátinn sem fær nafnið Flóki SU 18. Í ársbyrjun 1982 er báturinn keyptur til Hofsóss þar sem hann fékk nafnið Rikhard SK 77. Eigandi Kögurvík h/f á Hofsósi.

Í lok sama árs, þ.e.a.s 1982 er báturinn keyptur til Dalvíkur og fær nafnið Sænes EA 26. Eigandi Stórhóll h/f á Dalvík.

Sænes var selt til Siglufjarðar 1985 en Rán h/f. keypt það til Dalvíkur aftur sama ár og þá færð það EA 75. Eigendur á Siglufirði voru Guðmundur Skarphéðinsson og Sæmundur Árelíusson.

Í Morgunblaðinu 19. desember það ár mátti lesa eftirfarandi frétt:

Til Dalvíkur kom í síðustu viku nýr stálbátur, 100 lestir að stærð, Sænes EA 75. Þessi bátur hefur átt hér heimahöfn áður, en var nú keyptur frá Siglufirði. Eigandi er Útgerðarfélagið Rán hf. og er þetta annar bátur fyrirtækisins. Fyrir á það Sæljón EA 55. Skipstjóri er Gunnþór Sveinbjörnsson.

Á Dalvík er báturinn til ársins 1987 en þá kom nýsmíðað og glæsilegt Sænes EA 75 frá Svíþjóð og fór það gamla út í staðinn.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA