Um þriðjungur grunnskólanemenda fær stuðning

Skólaárið 2019-2020 fengu 14.412 nemendur grunnskólans sérkennslu eða stuðning, eða 31,2% allra nemenda.

Það er fjölgun um 750 nemendur frá fyrra skólaári þegar hlutfallið var 29,8%. Nemendur í sérkennslu og með stuðning hafa ekki verið fleiri frá því að Hagstofan hóf innsöfnun talna um sérkennslu skólaárið 2004-2005.

Drengir voru 60,7% og stúlkur 39,3% af þeim nemendum sem fengu stuðning og hefur það hlutfall verið svipað undanfarin ár.

Nemendur sem hafa erlent móðurmál og fá stuðning vegna íslenskunáms hafa aldrei verið fleiri og voru 3.448 skólaárið 2019-2020, tæplega 600 fleiri en árið áður.

DEILA