Stígur Berg Sophusson og Henný Þrastardóttir eru nýir eigendur Sjóferða

Á föstudag tóku nýir eigendur við Sjóferðum sem Hafsteinn og Kiddý hafa rekið undanfarna áratugi.

Fyrirtækið hefur ferjað farþega til Hornstranda frá árinu 1993 og er öflugt fyrirtæki sem býður sætaferðir með gæða farþegabátum. 

Báðir bátar Sjóferða, Ingólfur sem tekur 30 manns og Guðrún sem tekur allt að 48 manns eru gæðaeintök sem búnir eru 2 vélum til að tryggja sem best öryggi farþega.

Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa verið vel rekið fyrirtæki frá upphafi og svo mun verða áfram enda Stígur öllum hnútum kunnugur eftir 16 ára starf hjá félaginu.

DEILA